Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Á Jónsmessunótt

Fyrsta ljóðlína:Er nætursólin grundir allar gyllir
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Er nætursólin grundir allar gyllir,
með gulli sínu læki barmafyllir,
og geymslu jarðar galdrar hafa rofið,
– þá get ég aldrei sofið.
2.
Á slíkri nóttu vil eg heldur vaka,
mót vorsins dýrðargjöfum aleinn taka,
þá kemur gleðin eins og óvænt sending,
– eða vísuhending.
3.
Þá grípur kvæðið dapran hug minn höndum,
og hendingarnar elta mig á röndum.
Þá verð eg líkt og allur annar maður
– ölvaður og glaður.
4.
Hin bjarta nótt er full af fleygri kynngi
svo fáa skyldi undra, þótt eg syngi.
Mér birtist veröld hversdags-himni hærri
hörmum öllum fjærri.
5.
Um hug minn lykur blessun bjartrar nætur.
Mín bragagleði á sér djúpar rætur.
– Í óði mínum oft má þekkja sporin
eftir blessuð vorin.