Norðurströnd | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Norðurströnd

Fyrsta ljóðlína:Blik um fjörðinn og blik í ánum
bls.93
Viðm.ártal:≈ 1950
Blik um fjörðinn og blik í ánum.
Blærinn var saltur. Hjá rekatrjánum
lognaldan svaf í sölvum og þangi.
Síðdegisskin. Ég var einn á gangi.

Brimill hvílist á blökkum hleinum.
Hann bærðist ekki! Og fast hjá, úr leynum
fékk ég örstund í augu hans grunað
öldunnar mýkt og djúpsins unað.