Þorbjörn Kólka | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þorbjörn Kólka

Fyrsta ljóðlína:Á áttæringi einn hann reri,
bls.80
Viðm.ártal:≈ 1000
Flokkur:Söguljóð
1.
Á áttæringi einn hann reri,
ávallt sat á dýpstu miðum,
seggur hafði ei segl á kneri
seigum treysti hann axlarliðum;
enginn fleytu ýtti úr sandi
ef að Þorbjörn sat í landi.
2.
Vissu þeir að veðurglöggur
var hann eins og gamall skarfur,
hjálparþurfum hjálparsnöggur,
hættum kaldur bæði og djarfur;
forystu garpsins fylgdu allir
en – flestir reru skemmra en kallinn.
3.
Spölur er út að Sporðagrunni,
Spákonufell til hálfs þar vatnar,
og hverfur sveit í svalar unnir,
sækja færri þangað skatnar.
Einn þar færi um gildar greipar
góðu veðri Þorbjörn keipar.
8.
Margar fórust fiskisnekkjur
fyrir Skaga sama daginn,
margar konur urðu ekkjur,
yndi og stoð þær misstu í sæinn.
En þar var eigi Þorbjörn nærri,
þær hefðu annars verið færri.