Ég er fæddur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ég er fæddur

Fyrsta ljóðlína:Ég er fæddur í fátæku hreysi
bls.55
Viðm.ártal:≈ 1925
Ég er fæddur í fátæku hreysi
fremst á Laxárdal
fyrir fimmtung aldar,
fjarri glæstum sal.
Mín hefur æskan orðið
ekki viðburðarík.
Ólíkt er upp til fjalla
eða í Reykjavík.
– – –
En loksins hélt ég að heiman,
hugurinn komst á flug.
Braut ég þá harða hlekki,
herti minn eigin dug.
Innvann mér ærinn skilding
á árum rúmlega tveim,
komst í kynni við marga,
kannaði nýjan heim.