Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Við andlát Karls Finnbogasonar

Fyrsta ljóðlína:Vatnið bjart og furðufjöll,
Heimild:Þegar veðri slotar bls.181-182
Viðm.ártal:≈ 1125
1.
Vatnið bjart og furðufjöll,
fagrir skógarhlynir
skreyttu þína hugarhöll,
hollir æskuvinir.
2.
Hófst til liðs af hörkudug,
hvar sem gerðist þörfin.
Lagðir ávallt allan hug
í ólíkustu störfin.
3.
Heilsteypt sál og hugsun skýr,
hjartahlýr og glaður,
æ til reiðu eins og nýr
Íslands vökumaður.
4.
Áður saman áttum vist,
eygði sjónhring fríðan,
geislastaf og grænan kvist
geymi ég frá þér síðan.
5.
Lífs þíns hurð í fals er felld,
finn ég klökkvann undir.
Við hinn bjarta arineld
urðu góðar stundir.
Þá ég met og veg á vog
vinar kynninguna,
er sem norðurljósalog
leiki um minninguna.