Aðdáun | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Aðdáun

Fyrsta ljóðlína:Allt hans lag, hvernig hann sér hagar
bls.41
Viðm.ártal:≈ 1925
Allt hans lag, hvernig hann sér hagar,
hefur lag, eins og söngur fagur,
er sem haglega samin saga,
sólarlag eða gleðidagur.

Hvað þá! Má ég ei horfa á hann,
háskinn togar í þær sem voga,
ég sem þrái að sjá hann, sjá hann,
sólarlogann við ennisbogann.

Háskinn ginnir, þar eið að inni eg,
að okkur svona er háttað, konum.
Sjái eg inn í hans augu finn eg,
að allar vonir líktust honum.