Í skugganum stóð ég | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í skugganum stóð ég

Fyrsta ljóðlína:Í skugganum stóð ég með þverrandi þor
bls.27
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Ástarljóð
Í skugganum stóð ég með þverrandi þor,
og þegjandi hlóðu sér tárin.
Þá komstu með óðinn þinn, unaðar vor
svo ólgaði blóðið – og tárin.

Og ljósið mér skein, svo ei lengur var kalt,
og lækning við meini var fengin.
Í hugarins leyni nú hljómaði allt,
þú hreyfðir hvern einasta strenginn.