Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Í skugganum stóð ég

Fyrsta ljóðlína:Í skugganum stóð ég með þverrandi þor
Heimild:Íslensk úrvalsljóð bls.27
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Ástarljóð
Í skugganum stóð ég með þverrandi þor,
og þegjandi hlóðu sér tárin.
Þá komstu með óðinn þinn, unaðar vor
svo ólgaði blóðið – og tárin.

Og ljósið mér skein, svo ei lengur var kalt,
og lækning við meini var fengin.
Í hugarins leyni nú hljómaði allt,
þú hreyfðir hvern einasta strenginn.