Úr gamalli þulu | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Úr gamalli þulu

Fyrsta ljóðlína:Tekur hann sína brúði í hönd
bls.16-17
Viðm.ártal:≈ 1
Tekur hann sína brúði í hönd,
leiðir hana á önnur lönd.
Hún má ekki ganga
nema á gullspöngum;
hún má ekki sitja
nema á silfurstóli;
hún má ekki liggja
nema á línkodda;
hún má ekki sofa
nema á svanadúni;
hún má ekki drekka
nema það vínið væri
sem jungkærinn bæri.

Silki er hennar sokkabönd
sjálfur skal hann þau leysa.
Leysi sá sem leysa kann,
það er hann ungi hofmann;
í kvöld skal hann kyssa´ hana,
aldrei skal hann missa´ hana 
vel skal hann hennar njóta.
Þar fer hann N. N.
með unga brúði sína,
en eg tölti á eftir
með skótötra mína.