Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Tapað blóm

Fyrsta ljóðlína:Ég fór út í dyrnar, mér fannst ég heyra
Heimild:Í Forsæludal bls.81
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
Ég fór út í dyrnar, mér fannst ég heyra
fótatak undir glugganum.
Hamingjan rétti hönd sína tóma
hikandi fram úr skugganum.
Ég ætlaði að færa þér eitt af þeim blómum
sem uxu í sumar á heiðinni.
Hvort á ég heldur að hlæja eða gráta
að hafa týnt því á leiðinni.