Tapað blóm | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Tapað blóm

Fyrsta ljóðlína:Ég fór út í dyrnar, mér fannst ég heyra
bls.81
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
Ég fór út í dyrnar, mér fannst ég heyra
fótatak undir glugganum.
Hamingjan rétti hönd sína tóma
hikandi fram úr skugganum.
Ég ætlaði að færa þér eitt af þeim blómum
sem uxu í sumar á heiðinni.
Hvort á ég heldur að hlæja eða gráta
að hafa týnt því á leiðinni.