Eftirmæli Þorláks um sig sjálfan | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eftirmæli Þorláks um sig sjálfan

Fyrsta ljóðlína:Hér undir Blöndal liggur lágt
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Eftirmæli
1.
Hér undir Blöndal liggur lágt
latur á vísindin.
Hafði títt undir höndum fátt
og hélt ekki í skildinginn
lifði þó oft með köflum kátt
þá komst hann í selskapinn
af kút og flösku drakk hann dátt
og dó lítt ferðbúinn.
2.
Hann mátti reyni heimi í
hrekki, snörur, tál:
Eilífðarleið hans ætti því
ekki að vera hál.
Guð ætti að láta hann gröfinni í
glíma við sankti Pál
dauðinn gat ekki gert að því
þó gréti hann engin sál.



Athugagreinar

Alþýðuvísur Lögbergs