Allt um það | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Allt um það

Fyrsta ljóðlína:Enn er ég með óbreytt sinni
bls.74
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Hestavísur
1.
Enn er ég með óbreytt sinni
æði söðulkær.
Bæði leiðist mér og minni
meri hús og bær.
2.
Væri út um ísa hála
okkur betri stund
Það er svellgljá yfir ála
ár og mýrarsund.
3.
Mætti kveða kátt við skafla
klakaþil á tjörn
merja sundur, mylja, krafla
merin bárótt hjörn.

4.
Best er stökkið bláar strokur
beint í fjarskans hyl
eins og þegar fífu fokur
feykjast undan byl.
5.
Legg ég við og hnakknum hendi
hrygginn á og kveð
þó að á hvert landi sem lendi
lundin ríði með.