Haustar að | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Haustar að

Fyrsta ljóðlína:Vorið hef ég ungur átt
bls.65
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1950
Flokkur:Náttúruljóð
Vorið hef ég ungur átt,
en ég kvíði í leyni.
Nú er komin norðan átt,
næðir mig inn að beini.

Senn er búið síðsta stig,
sem er nú á fótinn.
Gigt og lúi lamar mig,
líka fúin rótin.