Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Lóan

Fyrsta ljóðlína:Lóan klýfur loftið blátt
Heimild:Kvöldskin. Ljóð. bls.105
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1950
Flokkur:Náttúruljóð
Lóan klýfur loftið blátt
leið að marki háu,
meðan valda veikum mátt
vængirnir hennar smáu.

Hún er fyrst af fuglum þeim,
sem fagna nýju vori,
hvenær sem hún kemur heim
kvik og létt í spori.

Geymdu lengi, gullið mitt,
glaða’ og snjalla róminn,
syngdu litla ljóðið þitt,
lóan mín, við blómin.

Hljóðin dóu hjarta kær,
hörpu sló hún snjalla,
kvaddi lóan litla’ í gær,
leiti, móa’ og hjalla.