Meistari | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Meistari

Fyrsta ljóðlína:Ég gat aldrei, meistari, gefið þér neitt
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Skáldsþankar
Ég gat aldrei, meistari, gefið þér neitt,
því gjöf frá þér allt saman var,
en unnað ég gat, og ég unni svo heitt,
að andi þinn bjó um sig þar.

Og því gat ég eygt þau hin eilífu ljós,
og ilminn frá vorinu finn,
því nú sé ég opna þá rauðustu rós,
sem roðnar við kærleika þinn.