Vormorgunn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vormorgunn

Fyrsta ljóðlína:Dag upp runninn drótt má sjá
bls.144
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Dag upp runninn drótt má sjá,
dátt því unna blómin.
Skuggabrunni bergir á
bjartur sunnuljóminn.
2.
Speglar hálofts bjarta brá
brothætt gljáir unnar.
Fjarlægð stráir fjöllin á
fegurð blámóðunnar.
3.
Okkar móðir ástþrungin
unir hljóð við pólinn.
Fannaslóðann felur sinn,
fer í gróðurkjólinn.