Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Hringhent kveðja. Til Björns Eiríkssonar á Kotá sextugs 27. mars 1953.

Fyrsta ljóðlína:Nú skal syngja Birni brag,
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1979
Flokkur:Afmæliskvæði
Nú skal syngja Birni brag,
byrja hringhenduna,
Húnvetninginn hylla í dag,
harma þvinga úr muna.

Yfir brot og ótal sker
alltaf flotið glaður.
Björn á Kotá ekki er
ellilotinn maður.

Vandist skælur aldrei á
eða þvælingshætti,
berð því hæla heila frá
heimsins þrælaslætti.

Laus við flysjung, fals og dár,
fengið misjafnt gaman,
þraukað í tvisvar þrjátíu ár,
þér er ei fisjað saman.

Jafnan haldið horfinu,
hitt fyrir kalda strengi,
alltaf valdið orfinu,
aldrei tjaldað lengi.

Aldrei vikið undan blæ,
aldrei hik í neinu.
Heims í kviðu hefurðu’ æ
haldið striki beinu.

Vörður hlaðið, vegi rutt,
verkahraður, traustur.
Yfir vaðið veikan stutt,
vörðinn staðið hraustur.

Best þinn glæði gæfan hag,
gagnleg fræði lestu,
nóttu bæði og nýtan dag
njóttu gæða bestu.

Þú sem dáir dagsins glóð,
draumabláar vökur,
þiggðu frá mér þessi ljóð,
þessar fáu stökur.