Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Bragur um Þórberg

Fyrsta ljóðlína:Ár vas alda þá es árar gullu.
Höfundur:Sveinn Jónsson
Heimild:Sveinn Framtíðarskáld bls.116-119
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Gamankvæði
1.
Ár vas alda
þá es árar gullu.
Þá var Þórbergur
Þórðarsonur
fæddur í heiminn
– fráneygur, hraustur,
hljóðandi sífellt
svo heimur skekktist.
2.
Komu þá haukar,
kettir og rottur,
hrafnar og hanar,
hundar og mávar,
uglur og ernir,
– því öll dýr vildu
hylla sinn herra
og hæstan drottinn.
3.
Settust við vöggu hans
og vörð þar héldu,
geltu og mjálmuðu
og gnístu tönnum,
krunkuðu, göluðu,
hvíuðu og hrinu,
svo einskis manns
hann orð mátti heyra.
4.
Hann nam hrafnamál
og hver þau fræði
er hrafnar áður
Óðni færðu.
Varð hann í vöggu
vitrari þegar
en aðrir allir
sem uppi voru.
5.
Arnfleygum anda
allar götur
færar fundust,
þó farið hefði
ennþá eigi
einu feti
utar en rúmstokkur
ömmu hans náði.
6.
Óx honum aldur,
óx honum viska,
óx ásmegin,
óx hugprýði.
Gjafir guðs,
góðra manna,
hunda og katta
hafði hann þegið.
7.
Safnaðist saman
í sálardjúpi
andans auðlegð
frá öllum löndum.
Spakari Salómon
sagður var ´ann,
áður er æsku
átti að baki.
8.
Í eðli hans öllu
var ærin traffík,
í lífi hans logi
og lyfting mikil.
Sá var Cicero
sagður meiri,
þá mestu við menn
mælsku hann þreytti.
9.
Drjúgum um daga
sem Díógenes
gekk hann um götur
og gætti manna.
Með andans augum
óðar las hann
hug og hjarta
í hverjum manni.
10.
Hildarleik harðan
háði hann margan
við Hjörleifsson,
Húnvetning nokkurn,
hraðlyginn mann
og harðfylginn.
Bar Þórbergur
úr býtum sigur.
11.
Mál er það manna
að málfræðingur
muni hann mestur
fyr mold ofan.
Með Finn hinn fróða
fer hann í vösum,
og Rasmus Rask
rekur í kútinn.
12.
Hæstur sé heiður
og hósíanna
Þórbergi þeiom
er þekkja allir!
Dásemd og dýrð,
sem drottni sæmir,
rigni yfir
hans rauða skalla.


Athugagreinar

Ort 1914