Íslensk hvatningarkveðja í dagsins önn - | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Íslensk hvatningarkveðja í dagsins önn -

Fyrsta ljóðlína:Veðrahamur fer um frón
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Sigurjón Guðmundsson frá Rútsstöðum ekur oftast flutningabílnum út á Ströndina - Skagströnd. Eitt sinn kom hann í vondu veðri og höfundur heilsaði honum með þremur vísum:
Veðrahamur fer um frón,
finnst á vegum hroði.
Sæll og blessaður Sigurjón,
Svínvetningagoði !
 
Þú ert æfður ökuþór,
ábyrgð heil í sinni,
þar sem reynsla rík og stór
ræður dómgreindinni.
 
Rútsstaða með rammaslag
rétt þú horfið tekur,
sést það margan sigurdag,
sama hvert þú ekur !