Engjaljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Engjaljóð

Fyrsta ljóðlína:Á himni glóa gullin ský
bls.259-260
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

1. Á himni glóa gullin ský
og golan andar mild og hlý.
Hér angar jörðin ung á ný,
því enn hefur vorið fengið
að kynda í dalnum sólskinsseið
og sumarklæða engið.
2. Um smáragrund og grasahlíð
er gengið létt um sumartíð
og raulað blíðurómi.
Um allt, sem fyrir augu ber,
og allt, sem vorið sýnir mér,
leikur dularljómi.
Drottinn, hvílík dvergasmíð,
dögg á hverju blómi!
3. Hér vildi eg feginn falla
í faðminn smáravalla,
því vorið hefur verið hér
svo vingjarnlegt við alla   MEIRA ↲