Í Hollandi sumarið 1988 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í Hollandi sumarið 1988

Fyrsta ljóðlína:Heim ég bráðum halda kýs
bls.72
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
Heim ég bráðum halda kýs,
Hollands töfrum gleymi.
Upp úr bláum bárum rís
besta land í heimi.

Hvergi fegri sól ég sé
í sölum himinsranna.
Þar á andinn óskavé
arinn minninganna.

Þar varð allt sem á ég til
yndi lags og Braga,
sérhver von sem veitti yl
vagga, líf og saga.