Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Á Másstöðum

Fyrsta ljóðlína:Á Másstöðum á ég mitt unaðarskjól
Heimild:Út við ysta sæ bls.66
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Jólaljóð

Skýringar

Ort á jólum 1995 til vinkonu minnar Elínborgar Jónsdóttur kennara og í orðastað hennar.
1.
Á Másstöðum á ég mitt unaðarskjól,
þar ávallt í sál minni lifi ég jól.
Við blækyrran flötinn á Flóðinu skín
sú fegurð sem ætíð mig dregur til sín.
2.
Ég dvaldi þar fyrrum á bernskunnar braut
og blessun af vist þeirri féll mér í skaut,
og því er ég Másstöðum tengd fyrir tryggð
sem á traustum og heilbrigðum grunni er byggð.
3.
Ég elska minn dal – þennan dýrðlega reit
þennan dal sem er bernskunnar heimur og sveit.
Og þakklát ég er fyrir það sem ég hlaut
og þess sem ég ætíð hjá foreldrum naut.
4.
Við blækyrran flötinn á Flóðinu skín
sú fegurð sem ætíð mig dregur til sín.
Á Másstöðum á ég mitt unaðarskjól,
þar ávallt í sál minni lifi ég jól.