Í vetrarbyrjun | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í vetrarbyrjun

Fyrsta ljóðlína:Vindur fer um fjallaskörð
bls.33
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Náttúruljóð
Vindur fer um fjallaskörð
feykir kófi gráu.
Fellur snjór á frosna jörð,
fagna börnin smáu.
Þeirra gleði einlæg er,
allt til gæða metur.
Loks er hægt að leika sér,
loks er kominn vetur.