Slæ eg | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
1.
Slæ eg grundu græna,
glitrar dögg á smára.
Skorin blómin blikna,
blærinn, þerrir tára,
strýkur blað úr bikar.
Besta móðir geymir
frjó í foldarbarmi –
fagurt vorið dreymir.
2.
Slæ eg enn og slæ eg,
sláttuvélin niðar.
Glampar ljár í greiðu,
gengur sól til viðar. –
Ríkir aftanroði,
röð af gullnum skýjum.
Morgunblíðu boði
blessist degi nýjum.