Vetur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
1.
Nú sofa blóm á bala,
nú blika vötn á ís,
og fjall á hvítum klæðum
að hvelfdum himni rís.
Þar norðurljósin loga
í leiftra fögrum boga
með himinvík og voga
á vegi flugs og skýs.
2.
En eg á enga vængi
og ekkert flugtak kann,
þó horfi upp til himins,
því heiðríkjunni ann.
Við tign svo hreina, hljóða,
við hjartaslög hins góða
á upptök lindin ljóða,
sem listaskáldið fann.