Gamlar og nýjar andstæður | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gamlar og nýjar andstæður

Fyrsta ljóðlína:Auðs þó týni ég ástæðum
Heimild:Andstæður.
bls.142
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Auðs þó týni ég ástæðum
artin skín í samstæðum.
Fæðist grín af fjarstæðum,
fjölgar mínum andstæðum.
2.
Enn er greitt um efnivið,
enn er steytt á tindinn,
enn er fleytt á ystu mið,
enn er beitt í vindinn.
3.
Ennþá flétta ég óðarkrans,
enn er sprettudugur.
Enn er gletta í orði manns,
enn er léttur hugur.