Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Í Tjarnarskarði

Fyrsta ljóðlína:Sefgrænir bakkar, silfurgáruð tjörn
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Sefgrænir bakkar, silfurgáruð tjörn,
sundfuglakvak og mosabrúnar skriður.
Valllendisgrundir, steinbyrgi og börn.
Búsmali í hlíðum, foss og lækjaniður.
2.
Bergmál í hömrum, burnirót á snös.
Burkni í skúta undir Háuklettum.
Brúða og Surtla sækja í efstu grös.
Sandurinn rýkur undan fótum nettum.
3.
Fögur er hlíðin, friðsælt Tjarnarskarð.
Flögra í lyngi glaðar ungamæður.
Ásthrifum vorsins angar laut og barð.
Æskan á næsta leik og hjartað ræður.
4.
Sólvermdur blærinn blómahörpur sló.
Brumhnappar litlir sprungu fyrr en varði.
Fífillinn kyssti fjólu í Steinamó
fermingarvorið uppi í Tjarnarskarði.