Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)
1.
Þar sem hljómar ótal óma,
óskagestir ljóðin þylja.
Fljúga svanir fjallasýn.
Þar sem angan ungra blóma
örvar gleði, starf og vilja.
Þar er sveitin, sveitin mín.
2.
Þar ég lék um ljósa daga,
landnám hóf í dalnum inni,
fjarri tímans trylltu rún.
Finn ég nú minn heimahaga,
helgast vor og bernskuminni
undir fjallsins bröttu brún.
3.
Dynur fossins dimmi rómur,
dunar grund og lindir hjala.
Vors í störfum stækka þrár.
Fyllir loftið fuglahljómur,
fetar hjörð um mó og bala,
stökkfrár leikur lax um ár.
– – –
4.
Heill sé þér um ævi alla,
æsku minnar dvalarstaður,
bæjafjöld og blómskrúð þitt.
Yst við strönd og upp til fjalla
auðnu hljóti sérhver maður.
Húnaþing, þú hérað mitt.