Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Skáld

Fyrsta ljóðlína:Það er skáldsins orka og andi
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Það er skáldsins orka og andi,
að efla í sínu föðurlandi
fleygar vísur, fögur kvæði,
flétta saman granna þræði,
stæla hugann, herða máttinn,
hefja þýðan ljóðasláttinn,
mynda línur, listum unna
leggja nýja og betri grunna.
2.
Það er andans gagn og gæði,
gera stökur, yrkja kvæði,
halda réttu móðurmáli,
móta vilja úr hörðu stáli,
fylgja jafnan réttum reglum,
raða eftir vindi seglum,
bugast ei þótt blási á móti
byljir lífs með ölduróti.