Jón Mýrdal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jón Mýrdal 1825–1899

TVÖ LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
Jón var fæddur í Hvammi í Mýrdal 10. júlí 1825. Honum var komið til bóknáms nítján ára gömlum hjá séra Sveinbirni Hallgrímssyni, sem þá var aðstoðarprestur á Kálfatjörn. Fé mun hafa skort til frekara náms og gerðist Jón þá trésmíðanemi í Reykjavík og lauk því námi 1852. Síðan fór hann norður að Illugastöðum í Fnjóskadal og vann að smíðum hér og þar. Eina dóttur eignaðist Jón með fyrri konu sinni og dótturdóttir Jóns, Guðrún Jóhannsdóttir hagmælt vel og ritfær, hafði bréfaskipti við afa sinn frá því að hún var sex ára. Jón dvaldi m.a. í 7 ár úti í Rauðseyjum á Breiðafirði með seinni konu sinni, Önnu Valgerði Bjarnadóttur en henni kvæntist hann veturinn 1880. Jón andaðist í Vík á Akranesi 15. mars 1899.

Jón Mýrdal höfundur

Ljóð
Brúðkaupsvers til Jóhanns Einarssonar og Kristínar Jónsdóttur Mýrdal ≈ 1875
Erindi úr erfiljóði eftir dóttur höf. ≈ 1875
Lausavísa
Vilji maður vandur í