Vigfús Runólfsson | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vigfús Runólfsson 1818–1859

SEX LAUSAVÍSUR
Kallaður læknir í Borgarfirði. Sennilega sá sem var vinnuhjú á Hofsstöðum í Reykholtssókn 1845 segir Íslendingarbók.

SigHalld./Vísnavefur/GFr.:
Vigfús Runólfsson bóndi í Mávahlíð í Lundareykjadal var kunnur hagyrðingur á sinni tíð. Vigfús var Hálssveitungur að uppruna. Kona hans var dóttir Gests á Varmalæk í Bæjarsveit. Vigfús fékkst allmikið við lækningar og þótti oft takast vel. Formaður var hann góður og frábær skytta. Hestamaður var hann mikill og lágu honum jafnan stöku lausar á munni, einkum á ferðalögum. Eitt sinn var hann sóttur til sjúklings og reið hann mikinn að vanda og kvað: Skeifur springa, skelfur grjót . . .

Vigfús Runólfsson höfundur

Lausavísur
Breiða ljái blikar á
Brestur vín og brotnar gler
Engum líst á útlitið
Grímsá freyðir boðabreið
Heilsugæðin gátu svo
Skeifur springa, skelfur grjót