Þórarinn Jónsson prestur á Myrká og Múla | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þórarinn Jónsson prestur á Myrká og Múla 1755–1816

FIMM LAUSAVÍSUR
Þórarinn er fæddur í Vogum við Mývatn sonur hjónanna Jóns Þórarinssonar prests í Mývatnsþingum og konu hans Helgu Tómasdóttur að Ósi í Hörgárdal Tómassonar. Þórarinn var útskrifaður úr Hólaskóla 1774 með ágætum vitnisburði. Var síðan kennari á Reynisstað í þrjú ár, kenndi og bróður sínum, Benedikt skáldi Gröndal, síðar yfirdómara. Gekk þvínæst í þjónustu Vigfúsar sýslum. Scheving á Víðivöllum 1777-81, varð djákni að Möðruvallaklaustri 1781, fékk Myrká 1785, fékk Múla 1804 og bjó þar til æviloka. Hann var gáfumaður og vel skáldmæltur. Pr. er eftir hann Tíðavísur Ak. 1853; einn sálmur í Leirárgarðssálmabókinni og síðan fram að þeirri sem nú gildir.

Þórarinn Jónsson prestur á Myrká og Múla höfundur

Lausavísur
Auðnuslyngur einn þá hlær
Enga í skyggðum áttu ró
Holtavörðuheiði skjótt
Hríðin trauða hrakti þá
Og svo dauðir æru nafn