Elísabet Sigurðardóttir Knudsen | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Elísabet Sigurðardóttir Knudsen 1836–1913

EIN LAUSAVÍSA
Foreldrar Elísabetar voru Sigurður Árnason í Höfnum og seinni kona hans Sigurlaug Jónasdóttir frá Gili. Lýsir Magnús á Syðra-Hóli henni svo, að hún væri myndarkona, hneigð til búsýslu og útsjónarsöm, ágætlega greind og vel að sér, dvaldist 4 ár í vistum og við nám í Reykjavík, en giftist 1862 rúmlega hálfþrítug Jens Knudsen, verslunarstjóra á Hólanesi. Hann var þá um fimmtugt. Þau áttu fjóra syni, einn þeirra var sr. Ludvig Knudsen prestur á Bergsstöðum en seinast á Breiðabólsstað í Vesturhópi. Gunnlaugur Gunnlaugsson var seinni maður Elísabetar, frændi hennar þrettán árum yngri.

Elísabet Sigurðardóttir Knudsen höfundur

Lausavísa
Guð einn vissi um grátinn minn