Geir Gígja | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Geir Gígja 1898–1981

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Geir Gígja er fæddur á Hnjúki í Vatnsdal. Foreldrar Kristján barnakennari Magnússon og kona hans Sigríður Jósefsdóttir. Geir ólst upp á Marðarnúpi í Vatnsdal. Hann lauk kennaraprófi í Reykjavík 1923 og las náttúrufræði í kennaraskólanum í Kaupmannahöfn 1929-30. Stundaði kennslustörf um 22 ára skeið í Reykjavík. Síðustu árin hefur hann unnið að skordýrarannsóknum í Atvinnudeild Háskólans. Geir hefur skrifað margar bækur um náttúrufræði, ýmist einn eða með öðrum og enn fremur fjölda ritgerða í blöð og tímarit um sama efni. Heimild: Húnvetningaljóð

Geir Gígja höfundur

Lausavísur
Lengi slyngur syngur söng
Varði fífl og Gústi glópur
Vorið kæra kemur nær