Eggert Eiríksson prestur í Glaumbæ, Skag. | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eggert Eiríksson prestur í Glaumbæ, Skag. 1730–1819

EIN LAUSAVÍSA
Sonur Eiríks lögréttumanns Eggertssonar að Reykjum í Tungusveit og f.k.h. Ragnheiðar Þorbergsdóttur. Nam í Hólaskóla. Var um hríð í þjónustu Sveins Sölvasonar lögmans. Árið 1768 varð hann aðstoðarprestur sr. Grímólfs Illugasonar í Glaumbæ og fékk prestakallið 1797. Hann var vel skáldmæltur og eru varðveittir allmargir kviðlingar eftir hann. Heimild: Íslenskar æviskrár I, bls. 317.
Í Íslendingabók segir: Aðstoðarprestur á Auðkúlu í Svínadal 1767 og í Glaumbæ á Langholti 1767-1784. Prestur í Glaumbæ, Glaumbæjarsókn, Skag. 1801. Prestur í Glaumbæ 1784-1813. „Gáfaður en rysjóttur“, segir Espólín. „Manna fimastur og glímnastur á sinum dögum“, segir í Blöndu.

Eggert Eiríksson prestur í Glaumbæ, Skag. höfundur

Lausavísa
Hans er orðin hamingja hál