Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sigga „skálda“

TVÖ LJÓÐ — FJÓRAR LAUSAVÍSUR
Faðir Siggu var Álfgeirsvallamaður, Gunnlaugur Þorsteinsson Hrólfssonar, sem átti fyrir konu Sigríði Einarsdóttur systur Jóns á Sauðá. Tíðir flutningar þeirra bújarða milli sýna vel að þau voru fátæk og áttu sér ekki staðfestu. Þröm á Langholti, Bessastaðir, Ögmundarstaðir, Geirmundarstaðir, Pottagerði, Páfastaðir, Ysta-Vatn á Efribyggð og aftur að Pottagerði hafa verið bústaðir foreldra Siggu. Hún hét fullu nafni Sigríður Gunnlaugsdóttir, bjó að Hnjúkum og átti Gísla Gíslason fyrir mann. Þá voru miklir harðindatíma og sauðaþjófnaður sannaðist á Gísla og það markaði æviskeið beggja þar eftir. Þau byggðu upp Húsabakka í skjóli Glaumbæjarprests og glímdu þar við fátæktina. Heimild: Hannes Pétursson/Misskipt er manna láni I

Sigga „skálda“ höfundur

Ljóð
Fyrirspurn ≈ 1800
Romsa ≈ 1800
Lausavísur
Engu hnjaski mæta má
Háleista af kvíguskinni
Mann ég veit í miðri sveit
Þér úr augum hrýtur hagl