Páll J. Árdal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Páll J. Árdal 1857–1930

TVÆR LAUSAVÍSUR
Páll var fæddur á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi 1. febrúar 1857, sonur Jóns hreppstjóra Pálssonar og konu hans, Kristínar Tómasdóttur. Páll ólst upp á Helgastöðum. Hann var bráðger og byrjaði snemma að fást við skáldskap bæði í bundnu og óbundnu máli. Hann gekk í Möðruvallaskóla 1880–1882. Árið 1883 gerðist Páll kennari á Akureyri og varð það aðalstarf hans en lengi var hann vegaverkstjóri á sumrum. Einnig fékkst hann talsvert við blaðaútgáfu. Kona Páls var Álfheiður Eyjólfsdóttir. Páll dó 24. maí 1930. (Sjá Steingrímur J. Þorsteinsson. Páll J. Árdal: Ljóðmæli og leikrit. Akureyri 1951. Formáli, bls. XI–XXXIII)

Páll J. Árdal höfundur

Lausavísur
Hafðu um Gróulygar lágt
Kærðu þig ekki um hættur hót