Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld (f. um 965 – d. um 1007) | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld (f. um 965 – d. um 1007)

EIN LAUSAVÍSA
Hallfreður vandræðaskáld var sonur Óttars Þorvaldssonar í Grímstungu í Vatnsdal og konu hans, Ásdísar Ólafsdóttur frá Haukagili. Af Hallfreði er ein Íslendingasagna, Hallfreðar saga. Segir í henni frá meinástum hans og Kolfinnu Ávaldadóttur frá Hnjúki í Vatnsdal, svo og utanferðum og skiptum hans við Ólaf konung Tryggvason. Margar lausavísna Hallfreðar eru í sögu hans, meðal annars nokkrar ástavísur hans til Kolfinnu. Varðveitt er og eftir Hallfreð Ólafsdrápa, erfidrápa um Ólaf konung Tryggvason, og drápur orti hann um fleiri norsk stórmenni.

Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld (f. um 965 – d. um 1007) höfundur

Lausavísa
Öll hefur ætt til hylli