Björg Einarsdóttir (Látra-Björg) | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Björg Einarsdóttir (Látra-Björg) 1716–1784

EITT LJÓÐ — ÁTJÁN LAUSAVÍSUR
Björg var dóttir Einars skálds Sæmundssonar og konu hans, Margrétar Björnsdóttur. Hún hefur líklega verið fædd á Stærra Árskógi en mun lengst af hafa verið búföst á Látrum á Látraströnd og fékk nafn sitt Látra-Björg af þeim bæ. Á yngri árum stundaði hún sjó og þótti karlmannsígildi til verka. Á seinni árum fór hún nokkuð á milli bæja en var aldrei í föstum vistum. Hún orti talsvert og er einkum þekktur kveðskapur hennar um ýmsar sveitir norðanlands. Orð lék á að hún væri ákvæðaskáld. Björg var ógift og barnlaus. (Sjá Guðrún P. Helgadóttir: „Látra-Björg“. Skáldkonur fyrri alda I–II. 2. prentun 1995, bls. 57–76 og PEÓl: Íslennzkar æviskrár I, bls. 201)

Björg Einarsdóttir (Látra-Björg) höfundur

Ljóð
Sveitavísur - Hnjóskadalur ≈ 0
Lausavísur
Á verri sveit er varla þörf
Brimið stranga óra er
Fallega svo fer hann nett
Góður Drottinn gefi þér
Grundir elfur salt og sandur
Hjá þrælum ódáða þurrt er vott
Kvíði ég fyrir að koma í Fljót
Látra aldrei brennur bær
Látrakleifar ljótu
Orgar brim á björgum
Orgar brim á björgum
Reykjadalur er sultarsveit
Róðu betur kær minn kall
Slétta er bæði löng og ljót
Slyngur er spói að semja söng
Vaxi mugga og vindurinn
Þelamörk og Þjófahlíð
Æðir fjúk á Ýmis búk