Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Árni Gíslason í Höfn 1724–1809

ÁTTA LAUSAVÍSUR
Árni var sonur séra Gísla Gíslasonar á Desjarmýri í Borgarfirði eystri og konu hans, Ragnheiðar Álfsdóttur. Árni bjó á Höfn í Borgarfirði eystri. Hann var karlmenni og skáld og lét gjarnan fjúka í kviðligum og gat þá verið stríðinn. Árni sótti sjóinn jafnan meðfram búskapnum enda liggur Höfn hvað best við sjósókn af jörðum í Borgarfirði. Synir Árna og konu hans, Guðlaugar Torfadóttur, voru hinir nafnkenndu Hafnarbræður, þeir Jón og Hjörleifur, sem landsfrægir voru fyrir afl sitt og hreysti.

Árni Gíslason í Höfn höfundur

Lausavísur
Ekki er vert að ýfa mig til kvæða
Held ég mál að hætta þessu
Margir klaga óársöld
Meðhjálparinn mildur og trúr
Ofið hefur fölsk og flá
Upp er stiginn vælir vessa
Þá Lauga er og Leifi dauður
Þegar ég skil við þennan heim