Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Andrés Björnsson (eldri) frá Brekku í Skagafirði 1883–1916

EIN LAUSAVÍSA
Andrés var fæddur á Löngumýri í Skagafirði árið 1883, sonur Björns Bjarnasonar bónda í Brekku og síðar á Reykjarhóli, og fyrri konu hans, Margrétar Andrésdóttur. Andrés lagði stund á íslensk fræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi. Hann kom heim til Íslands árið 1910 og bjó í Reykjavík. Stundaði hann þar meðal annars blaðamennsku og leiklist og fékkst einnig við þingskriftir. Andrés varð úti milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur árið 1916. Hálfbróðir hans, Andrés Björnsson útvarpsstjóri, sá um útgáfu bókar eftir hann: Ljóð og laust mál, Reykjavík 1940.

Andrés Björnsson (eldri) frá Brekku í Skagafirði höfundur

Lausavísa
Í mér glíma ástarbrími