Bergsteinn blindi Þorvaldsson | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Bergsteinn blindi Þorvaldsson 1550–1635

EIN LAUSAVÍSA
Fátt er með vissu vitað um ævi Bergsteins nema hvað Eyjólfur á Völlum telur hann í Nafnatali sínu (Lbs 390 4to) ættaðan úr Mýrdal austur og vera lítilla manna. Hann er talinn fæddur um eða litlu eftir 1550. Mun hann hafa dáið í drykkjuslarki á Eyrarbakka 17. júlí 1635 eftir því sem fram kemur í Bréfabók Gísla biskups Oddssonar. Fyrir utan Kappavísur er ýmislegur kveðskapur eignaður Bergsteini. Hann er til dæmis tainn hafa ort rímur um Jómsvíkinga og ýmislegt kristilegt efni er eignað honum. (Sjá einkum: Jón Þorkelsson: Om digtningen på Island i det 15. og 16. århundrede. København 1888, bls. 330–334; Jón Þorkelsson: „Bergsteinn blindi“. Þjóðsögur og munnmæli (önnur útgáfa). Reykjavík 1956, bls. 233–234; Íslenskt rímnatal, bls. 292 og Páll Eggert Ólason: Menn og menntir IV, bls. 626–631).

Bergsteinn blindi Þorvaldsson höfundur

Lausavísa
Það var högg hann Högni gaf