Ólafur Jónsson á Söndum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólafur Jónsson á Söndum 1560–1627

TVÖ LJÓÐ
Ólafur var sonur Jóns Erlingssonar í Laugardal í Tálknafirði og konu hans, Kristínar Ólafsdóttur. Hann var barnungur tekinn í fóstur af Eggerti Hannessyni lögmanni ömmubróður sínum og var síðan hjá dóttur hans, Ragnheiði og manni hennar, Magnúsi Jónssyni prúða, á Bæ á Rauðasandi og varð heimilisprestur hjá honum. Árið 1596 varð hann prestur á Söndum í Dýrafirði og þjónaði þar til æviloka og er hann jafnan kenndur við þann bæ.
   Ólafur orti mikið, einkum þó sálma en einnig nokkuð af veraldlegum kveðskap.

Ólafur Jónsson á Söndum höfundur

Ljóð
Bænarsálmur freistaðrar manneskju ≈ 1625
Fyrsta iðranarkvæði ≈ 1590–1600