Einar Ólafur Sveinsson* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einar Ólafur Sveinsson* 1899–1984

EITT LJÓÐ
Einar Ólafur Sveinsson var fæddur á Höfðabrekku í Mýrdal 12. desember 1899. Foreldrar hans voru Sveinn Ólafsson, bóndi og smiður og kona hans, Vilborg Einarsdóttir. Einar tók meistarapróf í norrænum málum og bókmenntum í Kaupmannahöfn 1926 og varð síðan doktor við Háskóla Íslands 1933. Hann var prófessor við Háskóla Íslands á árunum 1945–1962 og síðan forstöðumaður Handritastofnunar Íslands til 1971. Hann rannsakaði einkum íslenskar fornbókmenntir og skrifaði doktorsritgerð sína um Njáls sögu og rannsakaði einnig íslenskar þjóðsögur. Einnig gaf hann út mörg íslensk fornrit. Þá gaf hann út eina frumsamda ljóðabók: Ljóð 1968. (Sjá einkum: Íslenzkt skáldatal a–l, bls. 36–37).

Einar Ólafur Sveinsson* höfundur

Ljóð
Haustvísur til Máríu ≈ 1950–1975