Guðmundur Magnússon frá Þyrli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðmundur Magnússon frá Þyrli 1858–1930

FJÖGUR LJÓÐ
Guðmundur Magnússon fæddist að Þúfukoti í Kjós, 22. september 1858. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson frá Þúfu í Kjós og kona hans Kristrún Guðmundsdóttir frá Sandi í sömu sveit. Árið 1895 kvæntist Guðmundur Kristínu Einarsdóttur frá Flekkudal í Kjós. Þau hófu búskap á Innra-Hólmi á Akranesi. Þaðan fluttu þau að Brekku á Hvalfjarðarströnd, en árið 1901 fluttu þau að Þyrli við Hvalfjarðarströnd. Þau hættu búskap árið 1911 og fluttu þá til Reykjavíkur. Þegar börnin voru uppkomin flutti Guðmundur til Ólafsvíkur og bjó þar hjá syni sínum séra Magnúsi og Rósu, konu hans. Guðmundur Magnússon lést 24. maí 1930 í Ólafsvík.

Guðmundur Magnússon frá Þyrli höfundur

Ljóð
Formannavísur (Um formenn í Ólafsvík veturinn 1923) ≈ 1925
Formenn í Ólafsvík haustið 1925 ≈ 1925
Um Ólafsvíkurformenn haustið 1923 ≈ 1925
Vetrarvertíð [í Ólafsvík] 1926 ≈ 1925