Sigurður Óskarsson Krossanesi Skagafirði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sigurður Óskarsson Krossanesi Skagafirði 1905–1995

SEX LAUSAVÍSUR
Sigurður Óskarsson fæddist  6. júlí 1905 í Hamarsgerði í Fremribyggð í Skagafirði og þar ólst hann upp fyrstu árin.  Foreldrar hans voru hjónin Óskar Hallgrímsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. Þegar hann var orðinn níu ára gamall var hann sendur að Vindheimum og þar vann hann fyrir sér. Hann kynntist síðar Ólöfu Ragnheiði Jóhannsdóttur frá Löngumýri og hófu þau búskap í Krossanesií í Vallhólmi árið 1934 og bjuggu þau þar til æviloka.  Sigurður dó 10. ágúst 1995.Sigurður var landsþekktur hestamaður og hagyrðingur.

Sigurður Óskarsson Krossanesi Skagafirði höfundur

Lausavísur
Ég söðla hest minn og sest á bak
Fljót er nóttin dag að deyfa
Frábær fordæmi gefa
Hana allir höldar rómi
Heyrist Sörla hófasláttur
Hryssan gjörsneydd göllum öllum