Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Guðbrandur Jónsson Fjeldmann (fæddur um 1750)

FIMM LAUSAVÍSUR
Guðbrandur Jónsson Fjeldmann (fæddur um 1750) var sonur séra Jóns Guðmundssonar, síðast í Reykjadal, og konu hans Guðlaugar Jónsdóttur, prests í Villingaholti. Guðbrandur var í Skálholtsskóla veturinn 1771–1772 en var vísað þaðan vegna óknytta. Guðbrandur fór til Kaupmannahafnar og fór þar í herinn og er talinn hafa borist til Vestur–Indía og kvænst þar. Eftir hann er varðveitt talsvert af lausavísum (til dæmis í Lbs 852 4to, III parti, og er þar sumt skrifað með hans hendi) og Rímur af Hermanni illa. (PEÓl: Íslenzkar æviskrár II, bls. 112 og Finnur Sigmundsson: Rímnatal II, bls. 46).

Guðbrandur Jónsson Fjeldmann (fæddur um 1750) höfundur

Lausavísur
Aldrei þverri í þér gott
Ef eg kjósa ætti mér
Harða gefur hríðin skrift
Matseljan er minnisstæð
Þó sundur bræðist himna hæð