Gísli (Gíslason) Wium | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gísli (Gíslason) Wium 1824–1883

ÁTTA LAUSAVÍSUR
Gísli var sonur séra Gísla Evertssonar Wium og konu hans, Álfheiðar Einarsdóttur, sem þá bjuggu á Þórodsstað í Köldukinn þar sem faðir hans var þá aðstoðarprestur. Gísli lærði beykisiðn, fyrst á Skipalóni og síðar í Reykjavík. Kona Gísla var Ingibjörg Snorradóttir frá Desjarmýri og eignuðust þau allmörg börn en flest dóu þau í æsku. Þau hjón bjuggu fyrst á Brekkuseli í Hróarstungu, síðan í Hnefilsdal á Jökuldal og að lokum á Rangá í Hróarstungu en þaðan fluttu þau til Seyðisfjarðar árið 1868 þar sem Gísli stundaði beykisiðn til æviloka. (Heimild: „Smiður bæði á orð og verk.“ Són – tímarit um óðfræði. 8. hefti. Reykjavík 2010, bls. 95–111)

Gísli (Gíslason) Wium höfundur

Lausavísur
Arnarstaða skreið ég skörð
Áður heimi förum frá
Búinn er mjöð og brennivín
Embætti sér aldrei kaus
Mig langar nú mest í það
Nú er úti geðill gola
Skrýtilega vonin sína vini
Þú ert ríkur þundur fleins