Jón Steinsson Bergmann | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Steinsson Bergmann 1696–1719

EITT LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
Jón var fæddur í Hítarnesi, sonur Steins Jónssonar, síðar biskups á Hólum, og konu hans, Valgerðar Jónsdóttur. Jón eignaðist barn með þjónustustúlku á Hólum, Þórunni Ólafsdóttur frá Skarðsá, síðla vetrar 1714. Ekki varð meira af sambandi þeirra. Jón dvaldist síðan í Kaupmannahöfn á árunum 1715–1718. Lagði hann þar í fyrstu stund á læknisfræði en heldur voru þessi ár hans slarksöm. Heimkominn vildi Jón ekta Guðrúnu Aradóttur frá Sökku í Svarfaðardal sem þótti allra kvenna fríðust og var af sumum nefnd Guðrún sól. Sagan segir að foreldrar Jóns, einkum móðir hans, hafi lagst á móti ráðahagnum og hafi það fengið svo á hann að hann hafi farið sér. (Sjá „Jón Steinsson Bergmann“. Blanda III, bls. 289–298)

Jón Steinsson Bergmann höfundur

Ljóð
Sumarósk til Lárusar Schevings ≈ 1725
Lausavísa
Hani krummi hundur svín