Jón Þorgeirsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Þorgeirsson 1597–1674

EITT LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
(Um 1597–1674.) Jón var sonur Þorgeirs Steinssonar á Ketu á Skaga. Hann var lengst af prestur á Hjaltabakka í Húnaþingi en einnig um nokkurt skeið í Hvammi í Laxárdal. Jón var þríkvæntur og átti fjölda barna, þar af tvö í lausaleik. Með síðustu konu sinni, Guðrúnu Steingrímsdóttur, átti hann þrettán börn og var eitt þeirra Steinn biskup. Jón var skáld en lítið hefur varðveist af kveðskap hans. (Sjá Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár III, Reykjavík 1950, bls. 310–311).

Jón Þorgeirsson höfundur

Ljóð
Hvað illt ágirndin verki ≈ 1650
Lausavísa
Sóma stundar aldrei ann