Arngrímur Jónsson lærði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Arngrímur Jónsson lærði 1568–1648

EITT LJÓÐ
Arngrímur fæddist á Auðunarstöðum í Víðidal. Hann kallaði sig enda stundum Vidalinus eftir dalnum og svo gerðu margir afkomenda hans. Arngrímur lauk prófi frá Hólum 1585 og frá Hafnarháskóla 1589. Varð hann þá sama ár rektor við Hólaskóla til 1595. Arngrímur var manna lærðastur og var hægri hönd Guðbrands biskups í útgáfustörfum hans og ritaði fyrir hvatningu biskups varnarrit á latínu gegn óhróðursritum erlendra manna um Ísland. Eru þekktust þeirra Brevis commentarius de Islandia (Kaupmannahöfn 1593) og Crymogea (Hamborg 1610).   MEIRA ↲

Arngrímur Jónsson lærði höfundur

Ljóð
Ein ágæt minning herrans Jesú Kristí pínu ≈ 1600